Ekki er allt sem sýnist.

Það er þekkt í leiklistarsögunni að margir framúrskarandi gamanleikarar hafa þjáðst af þunglyndi. Þetta þykir mörgum óeðlilegt. Gamanleikarar eiga alltaf að vera í góðu skapi. Ekki er allt sem sýnist. Nú lesum við um könnun sem leiðir í ljós að þær menningarstofnanir sem helst eiga að gleðja okkur og lyfta andanum, Þjóðleikhúsið, Íslenski dansflokkurinn og Listasafn Íslands, búa við afleitan starfsanda. Óánægja starfsmanna er mikil og virðist sama hvað um er spurt; s.s. launakjör, trúverðugleika stjórnenda eða álag og kröfur, allt er langt undir meðallagi og í flestum atriðum eru þessir gleðigjafar í neðstu sætunum. Þjóðleikhússstjóri segir ástandið á sínum vinnustað skýrast aðallega af miklu ryki og hávaða vegna viðgerða á byggingunni. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Óánægja starfsmanna er mikil og virðist sama hvað um er spurt; s.s. launakjör, trúverðugleika stjórnenda eða álag og kröfur, allt er langt undir meðallagi "

Og svo kennir þjóðleikhússtjóri ryki og hávaða um! Er hann þá að lýsa sjálfum sér sem ryki og hávaða? Þessi greining hans á vandanum hlýtur að segja allt sem segja þarf.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.5.2007 kl. 11:49

2 Smámynd: Gestur Gunnarsson

Er ekki leiklist bara stýrð geðveiki.

Gestur Gunnarsson , 24.5.2007 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband