17.6.2007 | 17:56
Ófriðurinn á Akureyri
Séreinkennlileg afstaða Akureyringa til útihátíða. Þeir sækjast eftir því að lokka fólk til bæjarins með allskonar uppákomum og hátíðahöldum, sem virðast sakleysislegar s.s. barna- og fjölskylduhátíðin Halló Akureyri og núna þessi nýliðna bílahátíð. Allt virðist rólegt og eðlilegt. En svo gerist eitthvað. Það virðist eins og það fari alltaf allt úr böndunum og fólk bókstaflega tryllist um leið og það kemur til Akureyrar. Eða svo er að skilja á lögreglu staðarins. Það logar allt í slagmálum, fylleríi og dópneyslu. Í þessum líka fallega bæ. Lögreglan fær ekki við neitt ráðið. Þarf að kalla út allt tiltækt varalið og gekk illa að fá menn til starfa. Margir voru hræddir og sögðust ekki þora. Öðruvísi mér áður brá. Af hverju er svona erfitt að halda friðinn á Akureyri? Ég held að lögreglulið staðarins sé það aumasta á öllu landinu. Það heyrast aldrei svona kveinstafir frá öðrum bæjarfélögum, sem þurfa að halda utan miklu erfiðari samkomur en þetta. Ef kirkjuþing yrði haldið á Akureyri mundi lögreglan á staðnum ekki ráða við það. Það mundi leysast upp í hópslagsmál á torginu og fjöldahandtökur. Að ég ekki tali um dópneysluna.
Athugasemdir
Heldurðu ekki frændi að allir þessir slagsmálahundar hafi komið utan að landi, alla vega voru mestu óeyrðirnar upp á tjaldstæði. Löggugreyinn gera það sem þeir geta , alla vega tóku þeir bara 3 færri her en þeir í R.vík. Misti af öllu saman var í Danaveldi
Unnur María frænka í norðri (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 01:53
Flottur Júlli. Þetta minnir mig á vísuna hans Flosa um fallega fjörðinn og fólkið. Löggukallarnir eru kannski svona óvanir útiverunni. Fólk er víst ekki mikið að þvælast um bæinn að ástæðulausu... svona hversdags.
Stefán Sturla (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 14:11
Það er að minnsta kosti eitt rétt í þessu hjá þér - það virðist hafa eitthvað skrýtin áhrif á suma að koma til Akureyrar Þegar ég skrifaði bloggfærslu einhvern tímann í apríl um ótrúlega umgengi sem fylgdi söngkeppni framhaldsskólanna í íþróttahöllinni hér í bæ fékk ég viðbrögð frá einhverjum sem þarna var. Sá sagði að löggæslan hér á Akureyri væri svo fámenn og eftirlitið svo lítið miðað við Reykjavík að fólk sem kæmi hingað af þessu tilefni nýtti bara tækifærið í botn og rasaði út. Það er spurning hvort það er hægt að setja upp einhverja aðstöðu hérna í jaðri bæjarins og láta fólk taka þessa þörf út þar, svo fengjum við liðið ljúft sem lömb inn í bæ - bara hugmynd
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 14:29
Sæll Júlíus.
Er ekki tuttugu ára afmæli heilsubælisins núna í haust?
Kv.
Gestur
Gestur Gunnarsson , 21.6.2007 kl. 15:18
En við getum sjálfsagt öll verið sammála um það "að hvergi á landinu eru hópslagsmál og dópneysla eins falleg og á Akureyri"
Guðmundur H. Bragason, 23.6.2007 kl. 23:14
Guðmundur, mikið var þetta FALLEGA sagt!
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 23:25
hehehe þakka þér Anna
Guðmundur H. Bragason, 23.6.2007 kl. 23:35
Ég sé nú bara fyrir mér uppdópaða presta og fullar prests maddömmur í hópslagsmálum. Rétt neðan við kirkjutröppurnar
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 24.6.2007 kl. 11:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.