Kristrún Heimisdóttir og Staksteinar

  Hún er skemmtilega íslensk og framsóknarleg úttekt Staksteina í dag á Kristrúnu Heimisdóttur, nýjum aðstoðarmanni Ingibjargar Sólrúnar. Staksteinar trúa því að þetta hafi verið vel valið hjá Ingibjörgu því afi hennar Kristrúnar hafi verið óskaplega vel látinn prestur uppi í Borgarfirði og Staksteinar minnast sérstaklega kaffiboðanna hjá prestshjónunum í messulok og telja að Kristrún muni fyrir vikið vera leiðtogaefni Samfylkingarinnar. Þetta er svo rammíslensk greining og úttekt að maður sér Staksteina fyrir sér þegar hann fær sér vel í nefið að loknum skrifunum.  Öðruvísi mér áður brá. Aðstoðarmaðurinn  fær heldur betri trakteringar en yfirmaðurinn hefur fengið hjá sama höfundi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Eggertsson

Ég rak líka upp stór augu þegar Kristrún Heimisdóttir fékk drottningarviðtal við sig um daginn í Mogganum með stórri forsíðumynd. Það lá við að ég fengi taugaáfall að sjá svo venjulegan liðsmann Samfylkingarinnar verið gert svona hátt undir höfði. Þen nú er komin skýringin!

Takk Júlli að setja þetta í samhengi...

Viðar Eggertsson, 26.5.2007 kl. 09:48

2 identicon

Ég set mig nú alltaf í ákveðnar stellingar áður en ég byrja að lesa Staksteina, byrja á að skanna textann og leita að nafni Ingibjargar Sólrúnar, þykist þá yfirleitt vita svona nokkurn veginn restina. Þú hittir naglann á höfuðið Júlíus - Pistillinn þessi minnti mig einmitt á samtölin við kaffiborðið í sveitinni í gamla daga þegar undirritaðri var skellt reglulega upp á virðingarpallinn með því að bóndinn tjáði gestum að kaupakonan væri hvorki meira né minna en dótturdóttir hans séra Tryggva heitins á Mælifelli Ætli Kristrún þessi endi ekki bara á því að verða „meðhjálpari“ Staksteinahöfundar þegar á hann leita ljótar hugsanir um ISG???

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband