Mér er sama um Paris Hilton

  Það líður ekki sá dagur að ekki berist fréttir af Paris Hilton. Nánast á hverjum degi flytja blöð og sjónvarp okkur fréttir af þessari stúlku. Og hvað er svona merkilegt við Paris Hilton? Áður en ég kynnti mér málið þá hélt ég að þetta væri afreksmanneskja á einhverju sviði sem hefði farið framhjá mér, eins og reyndar margt annað merkilegt. En eftir stutta rannsóknarvinnu þá komst ég að því að stúlkan er fulltrúi þess ómerkilegasta í Amerískri menningu. Hún er af auðmannafjölskyldu og hefur misst fótanna hvað eftir annað á stuttri ævi og hennar erfiðleikar og óhamingja stafar af ofdekri og auðsæld.  Hún er meira og minna undir áhrifum fíkniefna eða áfengis og grófar klámmyndir af henni ganga á netinu. Nýlega var hún tekin af lögreglu vegna ölvunaraksturs og þarf að sitja í fangelsi vegna brotsins. Það mál hefur bókstaflega skekið allan hinn vestræna fjölmiðlaheim.  Hver er ástæðan fyrir því að íslenskir fjölmiðlar sjá ástæðu til að flytja okkur nákvæmar fréttir af þessari nauðaómerkilegu stúlku vestur í Ameríku? Er ekki eitthvað verulega brogað við þetta?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

Paris Hilton...hér í LA eru allir fréttatímar fullir af fréttum af stúlkunni og síðast í gærkveldi datt ég inní annars ágætan fréttaþátt og þá skeggræddu sprenglærðir einstaklingar um þann vanda Parisar sem mest mun þjaka hana í væntanlegri fangelsisvist.

það er að hún muni ekki geta hirt um likamshárvöxt sinn sem skyldi sökum nálægðar við aðra fanga í vikulegum baðtímum. Og spekúlasjónir um það að hún muni sennilega ná áður óþekktum hæðum í austurevrópskri hárprýði.

gaman að lesa bloggið þitt

kveðja

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 25.5.2007 kl. 01:51

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Elska bara ekki allir að þola hana ekki? Þú sérð...bæði þú og Ólína...og ég, erum að velta þessu fyrir okkur og eyðum dýrmætum tíma okkar í það

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.5.2007 kl. 18:10

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Að ógleymdri Britney Spears. Marga andvökunæturnar átti ég í þessi 7 eða 8 ár sem enginn var með á hreinu hvort ennþá væri hún jómfrú. Birtust þó af henni myndir daglega í öllum metnaðarfullum dagblöðum þessarar þjóðar ásamt með tilvitnunum í hinar ýmsu fréttastofur öllum megin Atlantsála og allur fjandinn fullyrtur.

Þetta tímabil fór illa með mig og ég veit að svo er um fleiri á mínum aldri. 

Árni Gunnarsson, 25.5.2007 kl. 20:41

4 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

íslenskir fjölmiðlar elska ríka og ofdekraða fólkið.  Var ekki bara næstum því sérstak blað um milljarðamæringana okkar í morgun. Björgólfur Thor, Bakkavararbræður, bílar, snekkjur, einkaþotur, afmælisveislur, húsakaup, nærbuxnakaup og guð veit hvað. Litla ljóskan er bara fínn blaðamatur - þannig er nú það. Ef við værum ríkir, ljóshærðir og ofdekraðir Júlíus þá væru þeir á eftir okkur.

Pálmi Gunnarsson, 25.5.2007 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband